KASKO fimmta ódýrasta verslunin í sölu á grænmeti
Í apríl framkvæmdi Verðlagseftirlit Alþýðusambandsins verðkönnun á grænmeti og ávöxtum í verslunum á öllu landinu. Í fyrsta skipti eru verð í verslunum vegin eftir raunverulegri neyslu á þessum tegundum. Mikill munur er á verði milli verslana en munurinn á hæsta og lægsta verði er um 88%. Bónus er með ódýrustu körfuna en hún kostar 1.799 krónur. Dýrastir eru Nýkaup, en þar kostar karfan 3.016 krónur.
Alls voru teknar út 20 verslanir og varð KASKO í Keflavík með fimmtu ódýrustu körfuna, en hún kostar 2.381 krónur. Þá var einnig tekin út grænmetis- og ávaxtakarfa í Nótatúni í Keflavík og kostar hún 2.940 krónur og er í tólfta sæti af tuttugu verslunum víðsvegar um landið.
Verð á grænmeti fer lækkandi, ef bornar eru saman kannanir frá því í mars, sem Verðlagseftirlit Alþýðusambandsins gerði en líkleg skýring er hugsamleg breyting árstíðaskipta segir í fréttatilkynningu frá ASÍ.
Alls voru teknar út 20 verslanir og varð KASKO í Keflavík með fimmtu ódýrustu körfuna, en hún kostar 2.381 krónur. Þá var einnig tekin út grænmetis- og ávaxtakarfa í Nótatúni í Keflavík og kostar hún 2.940 krónur og er í tólfta sæti af tuttugu verslunum víðsvegar um landið.
Verð á grænmeti fer lækkandi, ef bornar eru saman kannanir frá því í mars, sem Verðlagseftirlit Alþýðusambandsins gerði en líkleg skýring er hugsamleg breyting árstíðaskipta segir í fréttatilkynningu frá ASÍ.