Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Karlar þurfa á snyrtingu að halda líka
Miðvikudagur 14. maí 2003 kl. 15:39

Karlar þurfa á snyrtingu að halda líka

Ný snyrtistofa var opnuð fyrir nokkru að Túngötu 12 í Keflavík, þar sem hárgreiðslustofan Edilon er til staðar, en er dag undir nafninu Hár- og snyrtistofan Edilon. Eigandi snyrtistofunnar er Brynja Ástráðsdóttir en hún lærði snyrtifræði í Ray Cochrane Beauty School í London. Þaðan útskrifaðist hún vorið 2001 ásamt því að hún lærði einnig förðun í förðunarskóla Face í Reykjavík haustið 2002. Á nýju stofunni er boðið uppá alla almenna snyrtingu; andlitsbað, húðhreinsun, litun og plokkun, vaxmeðferðir, handsnyrtingu, fótsnyrtingu, förðun, og slökunarnudd, fyrir dömur jafnt sem herra en Brynja segir það sé orðið mun algengara að herrar komi í húðhreinsun og fótsnyrtingu en áður. „Það er ekki eins mikið feimnismál og áður að karlar komi í snyrtingu enda jafn eðlilegt fyrir þá eins og dömurnar“. Hún sagði að snyrtistofunni hefði verið tekið vel af Suðurnesjamönnum. Vörurnar sem Brynja notar heita Guinot og eru frá Frakklandi. Vörurnar eru einnig til sölu og geta viðskiptavinir fengið ráðgjöf hvaða vörur henta þeim best.
Opnunartími snyrtistofunnar er frá kl. 10-18 mánudaga - föstudaga og laugardaga frá kl. 10-13 eða eftir þörfum viðskiptavina.
Brynja segist reglulega ætla að vera með ýmiskonar tilboð í gangi á snyrtistofunni, bæði á vörum og þjónustu og eru Suðurnesjamenn hvattir til að fylgjast með þeim.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024