Kaffihúsakvöld í Eldey á fimmtudag
Fimmtudagskvöldið 13. september ætla frumkvöðlar og hönnuðir í Eldey á Ásbrú að bjóða til Kaffihúsakvölds frá kl 20-22.
Kl 20.15 mun Brynja Aðalbergsdóttir leikskólastjóri segja frá mastersvegkefni sínu „Viltu biðja jólasveininn um að gefa mér íslenskt nammi í skóinn?" en þar segir af „kanamenningu" í Keflavík og samfélagslegum áhrifum af setu varnarliðsins á Miðnesheiði á menningu og daglegt líf.
Frumkvöðlar og hönnuðir sýna verk sín og eru vinnustofur opnar að fyrirlestri loknum.
Kaffi og heimabakað á staðnum gegn frjálsu framlagi.