Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

K.Steinarsson sýnir nýjan Sorento jeppa
Föstudagur 17. apríl 2015 kl. 10:29

K.Steinarsson sýnir nýjan Sorento jeppa

K. Steinarsson í Reykjanesbæ er með sýningu á Kia Sorento jeppann á morgun laugardag kl. 12-17. Kia Sorento hefur nú fengið nýtt og staumlínulagaðra útlit og er enn betur búinn en forverinn, að sögn Kjartans Steinarssonar bílasala.

Nýr Sorento er stærri og rúmbetri en áður. Jeppinn er með kraftalegan framenda með stærra grilli og lengri vélarhlíf. Afturendinn er með nýtískulegum LED ljósum og útlitið ber það með sér að hafa verið endurhannað frá grunni. Þakið er lægra en axlarlínan hærri sem gefur honum enn sportlegra útlit. Ný kynslóð Kia Sorento er boðin með öflugri en jafnframt sparneytinni 2,2 lítra díselvél sem skilar 200 hestöflum.

Kjartan segir að Kia bílar hafi fengið afar góðar mótttökur á Suðurnesjum eða allt frá því hann hóf sölu á þeim. Kia bílar eru allir með 7 ára ábyrgð og í boði eru margar gerðir, allt frá smábílum upp í Sorento jeppann.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kjartan með eiginkonu sinni Guðbjörgu og bróður sínum Sigtryggi en þau starfa öll hjá fyrirtækinu.