Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

K. Steinarsson frumsýnir Kia EV9 rafjeppann
Miðvikudagur 29. nóvember 2023 kl. 14:13

K. Steinarsson frumsýnir Kia EV9 rafjeppann

Fimmtudag kl. 17-19 á Njarðarbraut 15

Nýr Kia EV9 verður frumsýndur hjá K. Steinarssyni fimmtudaginn 30. nóvember kl. 17-19. Þar gefst gestum kostur á að skoða og prufukeyra þennan nýja og alrafmagnaða jeppa. Kia EV9 komst nýlega áfram í forvali fyrir bíl ársins í Evrópu en þetta er þriðja árið sem bíll frá Kia á möguleika á að vinna þessi virtu verðlaun en Kia EV6 var valinn bíll ársins 2022.
522 km drægni og 2.500 kg dráttargeta

Kia EV9 er rúmgóður, fjórhjóladrifinn jeppi með allt að 522 km drægni og er með öfluga 99,8 kWh rafhlöðu. Hann býður einnig upp á hraðhleðslu og nær allt 249 km drægni á aðeins 15 mínútum. Hann er einn af fáum rafbílum í dag með rými fyrir allt að sjö farþega og því með nóg rými fyrir alla fjölskylduna og farangurinn. Hann getur einnig dregið allt að 2.500 kg og fer því létt með að draga hjólhýsið.

Fyrsta flokks öryggi og hlaðinn tæknibúnaði

Hönnunin er einkar framúrstefnuleg og mikið lagt upp úr sjálfbærni í efnisvali sem er hluti af metnaðarfullri umhverfisstefnu Kia. Hann er búinn háþróuðum, fyrsta flokks öryggisbúnaði sem markar enn eitt skrefið í átt að sjálfvirkum akstri og sem tryggir öryggi þitt og annarra í námunda við bílinn, bæði í akstri og þegar bílnum er lagt. Þú finnur háþróaðan tæknibúnað sem tryggir að lífið á veginum býður upp á alla þá tengingu sem þú þarfnast. Stórir og skýrir skjáir birta allar nauðsynlegar upplýsingar. Hljóðkerfi sem umlykur þig hljóði. Ásamt góðu úrvali hleðslumöguleika fyrir alla, segir í tilkynningu frá K.Steinarsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánar um Kia EV9 á kia.is