Jólaverslunin:Virðist vera seinni á ferðinni í ár
Óskar í Sportbúðinni sagði að traffíkin væri aðeins að byrja núna þegar að blaðamaður kíkti við í verslun hans við Hafnargötu. Hann sagði að það hefði verið rólegt framan að mánuðinum og nú væri að færast líf í þetta. „Þetta byrjaði fyrr í fyrra og jólaverslunin virðist ætla að vera seinna á ferðinni nú í ár. Það verður sennilega mikil traffík um helgina.“ Það eru veiðivörurnar frá Óskari sem eru vinsælar í jólapakkana og svo eru það þessi varningur sem tengist enska boltanum sem er alltaf vinsæll að sögn Óskars.