Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Jólaverslunin: Ekki dýrara að versla heima
Miðvikudagur 21. desember 2011 kl. 09:29

Jólaverslunin: Ekki dýrara að versla heima

„Þetta fer frekar rólega af stað,“ segir Unnur Ásta Kristinsdóttir í versluninni Monroe en hún er að hefja sín fyrstu jól í verslunarrekstri frá því fyrir rúmum áratug síðan. Henni finnst opnunartíminn orðinn dálítið langur þannig að fólk er að gefa sér meiri tíma í að versla. „Ég myndi halda að þetta væri farið að glæðast í þessari viku,“ segir Unnur. Hjá henni er allt mögulegt búið að vera vinsælt í jólapakkann en hún segir að í versluninni sé mikið úrval fyrir alla og í boði séu m.a. stærðir fyrir stærri konur.

„Annars eru konur dálítið að sækjast eftir einhverju rauðu fyrir jólin og fínum kjólum. Karlarnir eru aðeins byrjaðir að koma að kaupa fyrir konuna og þeir virðast alveg vita hvað þær vilja.“ Unnur vildi koma því á framfæri að oft væru vörur hérna á svæðinu ódýrari en samskonar vörur í Smáralind eða Kringlunni, hún hefði tekið eftir því og oft væri það mesti misskilningur hjá fólki að hér væri dýrara að versla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024