Jólaverslunin: Byrjaði aðeins í nóvember
Starfstúlkurnar Lilja María og Rúna María í Orginal Hafnargötu 29 segja að það sé búið að vera fín sala undanfarið og fullt af fólki hafi verið að koma mikið og versla jólagjafir. „Það byrjaði aðeins í nóvember og fólk kom þá bæði til þess að kaupa gjafir og föt fyrir jólin.“
Þær segja kjólana vinsæla sem og herrafötin, enda sé þetta nánast eina búðin sem selji föt fyrir stráka hér á Suðurnesjum. Hjá strákunum eru bolir með v-hálsmáli vinsælir og einnig gollur og gallabuxur. Úlpur frá North Rock séu líka afar vinsælar. Nýjar vörur voru svo að berast og þar búast stúlkurnar við einhverju fersku.