Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Jólagjöfin fyrir íþróttamanninn í K-sport
Föstudagur 17. desember 2010 kl. 14:10

Jólagjöfin fyrir íþróttamanninn í K-sport

Sportvörubúðin K-sport, á Hafnargötu 29, hefur að geyma næstum allt fyrir íþróttamanninn. Þar er hægt að fá hlífðarfatnað á góðu verði frá Zo-on og Russell íþróttagallarnir ekki síðri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við erum einnig með fatnað frá 66°N og hefur hann verið vinsæll hjá okkur. Ef einhver vara er ekki til hjá okkur tekur aðeins einn dag að fá hana til okkar svo fólk getur sparað sér bensínkostnaðinn,“ sagði Sigurður Björgvinsson, eigandi K-sport. Aðspurður hvernig traffíkin væri í desember sagði Sigurður að þetta kæmi í bylgjum. Fólk væri mikið að fara erlendis og versla ásamt því að fara í höfuðborgina, en þó hefur seinasta vikan fyrir jól ávallt verið góð.