Jólabærinn Grindavík: Verslum í heimabyggð
Fimmtudaginn 1. desember verður Jólabænum Grindavík 2011 hleypt af stokkunum. Verslanir, þjónustuaðilar, félagasamtök og ýmsir aðilar standa fyrir uppákomum á aðventunni út um allan bæ og kveikt verður á jólatré Grindvíkurbæjar á laugardaginn kl. 18. Þá verða veitt verðlaun fyrir bestu jólaskreytinguna í bænum en Grindvíkingar eru landsþekktir fyrir að missa sig í jólaljósaskreytingum.
Óhætt er að segja að dagskrá Jólabæjarins hafi aldrei verið glæsilegri. „Fjörugur föstudagur“ er í Hafnargötunni á föstudaginn 2. desember og í verslunarmiðstöðinni verða landsþekktir skemmtikraftar í desember. Út um allan bæ verður eitthvað skemmtilegt að vera á aðventunni. Jólamarkaður verður í Kvikunni og þá verða tónleikar, myndlistasýningar, friðarganga, jólahlaðborð og Jólablað Grinadvíkur kemur út í vikunni og margt fleira skemmtilegt er á dagskrá.
Grindvíkingar eru hvattir til þess að standa saman og versla í heimabyggð fyrir jólin. Hér eru margar prýðis góðar verslanir og þjónustufyrirtæki sem bjóða upp á góða og persónulega þjónustu og gott verð. Verslum sem mest í heimabyggðinni, því það mun koma í ljós að það hefur skilað okkur mestu þegar lokauppgjörið liggur fyrir.
Við þurfum að gera það upp við okkur hvort við viljum hafa þessa þjónustu á annað borð í bænum.
Gerum Grindavík að sannkölluðum jólabæ á aðventunni. Líkt og undanfarin þrjú ár verður spennandi jólaleikur í gangi með glæsilegum vinningum og eru bæjarbúar hvattir til að vera með.
Dagskrá Jólabæjarins Grindavík má sjá hér: http://www.grindavik.is/v/8309