Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Jólabækur rokseljast í netverslun Nettó
Föstudagur 18. desember 2020 kl. 07:33

Jólabækur rokseljast í netverslun Nettó

Um 300% aukning er í bóksölu í netverslun Nettó á milli ára og hefur salan á bókum í netversluninni aldrei verið meiri. Þá hefur sala á sérvörum einnig tekið kipp eins og nýlegar sölutölur sýna. 

„Íslendingar eru mikil bókaþjóð og eftirspurnin eftir bókum er alltaf mikil, sérstaklega fyrir jól. En eftirspurnin hefur tekið gríðarlegan kipp á þessu ári. Ég held að bóksalar séu almennt sammála um það. Eftirspurnin er slík að við höfum getað aukið úrval bóka hjá Nettó, bæði í verslunum og í netversluninni. Nú erum við með á fjórða hundrað titla í boði og leggjum sérstaka áherslu á bækur eftir íslenska rithöfunda,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. „Jólaverslun virðist fara mun fyrr af stað þessi jólin, bæði hvað varðar matvöru og sérvörur, þar á meðal jólagjafir. Fólk er farið að átta sig á því hversu þægilegur verslunarmáti netið er – ekki síst á tímum sem þessum.“ 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nettó fyrsta lág­vöruverðs­verslunin til að opna net­verslun fyrir mat­vörur á Ís­landi, í septem­ber 2017. Gríðarleg aðsókn hefur verið í verslunina frá opnun og er hún langstærsta netverslun landsins í matvöru.