Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Jólaappdagatal Nettó slær í gegn
Fimmtudagur 8. desember 2022 kl. 16:42

Jólaappdagatal Nettó slær í gegn

30-50% afslættir í formi inneigna í verslunum Nettó alla daga fram að jólum af jólatengdum vörum. Yfir 52.000 appnotendur komnir með Samkaupa-appið og safna þannig inneignum sem eiga eftir að  koma sér vel fyrir mörg heimili að eiga inni í janúar. 

Nettó hefur sett í loftið sannkallaða jólatilboðssprengju, Jólaappdagatalið 2022, þar sem nýtt tilboð birtist á hverjum degi fram að jólum. Um ræðir veglegan afslátt af vörum sem eru mikið keyptar í aðdraganda jóla og má sem dæmi nefna að þann 1.desember bauð fyrsti gluggi upp á 50% afslátt af Nóa konfekti. Þar með hófust leikar á algjörri sprengju, en Nettó bauð einnig veglegan afslátt af konfekti í fyrra og úr varð að 30% allrar konfektsölu í desember fór fram þann dag og miðað við viðbrögðin í ár, má gera ráð fyrir að sú prósentutala verði enn hærri. 

Eins og dagatala er siður kemur nýr glaðningur á hverjum degi og lifir hvert og eitt tilboð aðeins þann dag sem það birtist í glugganum. Hvert tilboðið á fætur öðru kemur til með að bjóðast viðskiptavinum næstu daga, þar sem jólatengdar vörur og hátíðlegt góðgæti á borð við humar, jólaskraut, hamborgarhrygg, hangikjöt, bækur og leikföng verða á 30-50% afslætti. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Appslátturinn dag hvern er veittur í formi inneignar í appinu okkar, en það hefur slegið rækilega í gegn frá því að það var tekið í gagnið fyrir rúmu ári síðan og yfir 52.000 Íslendingar hafa þá þegar komist upp á lagið með appið, sem er einkar þægilegt í notkun. Við sáum aukningu strax á fyrsta degi í Jólaappdagatalinu svo það er nokkuð ljóst að ánægja meðal viðskiptavina er mikil með bæði appið og dagatalið, en með því að nýta sér appsláttinn í jólaappdagatalinu safna viðskiptavinir svo upp inneign sem má leysa út hvenær sem er. Inneignin gæti vafalaust komið sér vel fyrir marga að eiga inn í janúar, þar sem mörg heimili eru með hærri útgjöld yfir hátíðarnar og safnast sannarlega þegar saman kemur,” segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir markaðsstjóri Nettó. 

Jólaappdagatalið má nálgast á heimasíðu Netto.is og vitaskuld í appinu, sem allir geta náð sér í og notið þar með afsláttarkjarana í desember. Þess má geta að öll fjögur vörumerki Samkaupa, Krambúðin, Kjörbúðin og Iceland til viðbótar við Nettó, eru með eigið dagatal og mismunandi afsláttarkjör á degi hverjum fram að jólum.