Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Jens Bjarnason framkvæmdastjóri ITS
Laugardagur 10. september 2005 kl. 01:31

Jens Bjarnason framkvæmdastjóri ITS

Ákveðið hefur verið að Jens Bjarnason flugrekstrarstjóri Icelandair taki við starfi framkvæmdastjóra Icelandair Technical Services.  Hann mun  taka við starfinu af Valdimari Sæmundssyni sem hefur verið ráðinn sem forstöðumaður flugflotaverkefna hjá Icelandair. Kemur þetta fram í frétt á heimasíðu Icelandair.

Icelandair Technical Services eða Tækniþjónustan Keflavíkurflugvelli er dótturfyrirtæki FL GROUP og annast viðhaldsþjónustu fyrir flugflota Icelandair og viðhald fyrir aðra flugrekendur innlenda og erlenda.  Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Keflavíkurflugvelli.  Starfsmenn félagsins eru alls um 200, þar af um 130 flugvirkjar.

Jens er 44 ára flugvélaverkfræðingur og hefur verið flugrekstrarstjóri Icelandair frá árinu 1996.  Áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri Loftferðaeftirlits Flugmálastjórnar og þar áður sem verkfræðingur í verkfræðideild Flugleiða.

Mynd úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024