Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Jákvæður viðsnúningur segir bæjarstjóri í Sandgerði
Miðvikudagur 13. nóvember 2013 kl. 13:43

Jákvæður viðsnúningur segir bæjarstjóri í Sandgerði

„Sjá má glögg merki um jákvæðan viðsnúning í rekstri og skuldastöðu Sandgerðisbæjar enda hefur verið unnið markvisst að því undanfarin ár að bæta rekstrar- og skuldastöðu bæjarfélagsins,“ segir Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í Sandgerði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef Sandgerðisbæjar.

Í fréttum RÚV fyrr í dag um skýrslu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga var m.a. greint frá því að í árslok 2011 skuldaði Sandgerðisbær 388% af árstekjum. Af því tilefni segir Sigrún að Sandgerðisbær telji rétt að greina frá stöðunni eins og hún er í dag og horfum á næstu árum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í yfirlýsingunni tekur Sigrún einnig fram að skuldir og skuldbindingar séu vissulega háar en þær hafi farið lækkandi frá árinu 2010. Eins og réttilega hafi kom fram í fréttum RÚV námu skuldir og skuldbindingar í lok árs 2011 388% af árstekjum. Ári síðar, 2012, hafi skuldahlutfallið verið komið niður í 312% og sé áætlað í lok þessa árs 239% sem er lækkun um 149 prósentustig frá 2011. „Gert er ráð fyrir að skuldahlutfallið lækki eftir það ár frá ári. Þrátt fyrir miklar skuldir stendur Sandgerðisbær að fullu undir þeim og hefur hvorki verið í vanskilum né þurft að fresta greiðslum afborgana,“ segir Sigrún að lokum.