Íslenskt tilboð í hlut Alterra í HS Orku
Félag sem heitir Modum Energy og sjóðir í rekstri Stefnis í samstarfi við Arion banka hafa gert kauptilboð í eignarhlut Alterra í HS Orku. Þetta hefur Vísir.is fengið staðfest. Eigandi Modum er Alexander Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Geysis Green Energy, en hann hætti störfum fyrir félagið í janúar sl.
Tilkynnt verður opinberlega um tilboðið síðar í dag. Alterra, sem áður hét Magma Energy, átti 66,6 prósent hlut í orkufyrirtækinu á móti Jarðvarma, samlagsfélags í eigu íslenskra lífeyrissjóða.