Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Föstudagur 27. ágúst 1999 kl. 20:56

ÍSLENSKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN

Stærsta sýning á Íslandi opnar eftir viku Stærsta sýning sem nokkurn tíma hefur verið haldin á Íslandi, Íslenska sjávarútvegssýningin 1999, verður opnuð með viðhöfn miðvikudaginn 1. september. Undirbúningur er á lokastigi en m.a. hafa verið fluttir inn þrír stórir sýningarskálar svo unnt sé að mæta eftirspurn um sýningarrými. Undirbúningur Íslensku sjávarútvegssýningarinnar 1999, sem haldin verður í Smáranum í Kópavogi dagana 1. - 4. september nk., er á lokastigi. Um er að ræða stærstu sýningu sem nokkru sinni hefur verið haldin á Íslandi en heildarstærð sýningarrýmis undir þaki er um 13 þúsund fermetrar og einnig er stórt sýningarsvæði utandyra. Sýningin er haldin í Tennishöllinni og í íþróttahúsinu Smáranum, en eins og á fyrri sýningum hafa verið fluttir inn sérstakir sýningarskálar, þrír að þessu sinni en voru tveir á sýningunni 1996, enda er umfang sýningarinnar nú um 45% meira en fyrir þremur árum. Fjöldi sýnenda er um 900 íslensk og erlend fyrirtæki í sjávarútvegi, vinnslu- og þjónustugreinum o.fl. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslenska sjávarútvegssýningin er haldin í Smáranum í Kópavogi og hafa bæjaryfirvöld lagt ríka áherslu á undirbúning svæðisins fyrir sýninguna, m.a. gerð þægilegra aðkomuleiða, stórra bílastæða og fegrun svæðisins. Gert er ráð fyrir að um 17 þúsund gestir sæki sýninguna heim en skipuleggjendur telja þó raunhæft að vænta allt að 20 þúsund gesta. Nú þegar er nánast allt gistirými á vegum sýningarinnar uppbókað en öll ferða- og gistiþjónusta er í höndum ferðaskrifstofunnar Úrvals-Útsýnar. Íslensku sjávarútvegsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn á hátíðarkvöldi á hótel Íslandi þann 3. september nk. í tengslum við Íslensku sjávarútvegssýninguna, en verðlaun verða veitt einstaklingum og fyrirtækjum sem þykja hafa náð framúrskarandi árangri á ýmsum sviðum sjávarútvegs, fiskvinnslu, framleiðslu tæknibúnaðar og markaðsátaks. Íslenska sjávarútvegssýningin 1999 verður opnuð með viðhöfn að morgni 1. september og verður forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heiðursgestur við opnunina en hann mun að athöfn lokinni skoða sýninguna í fylgd aðstandenda hennar. Frekari upplýsingar: Bjarni Þór Jónsson, Alþjóðlegum vörusýningum sf. S: 896-6363/564-0120 Ellen Ingvadóttir, blaðafulltrúi 562-6588
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024