Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Íslandsbanki með kynningarfund fyrir Húsfélög
Mánudagur 8. mars 2004 kl. 14:16

Íslandsbanki með kynningarfund fyrir Húsfélög

Íslandsbanki hélt s.l. fimmtudag á Flughótelinu, kynningarfund fyrir forráðamenn Húsfélaga á svæðinu.  Fundurinn var haldinn í samstarfi við Línuhönnun, Verkfræðistofu Suðurnesja, Íslenska Aðalverktaka og ICEconsult.  Á fundinum var fjallað um hvernig best sé staðið að undirbúningi og eftirliti framkvæmda hjá húsfélögum, fjármögnun þeirra og hvernig húsfélög geti t.a.m. nýtt sér þjónustuborð ÍAV við framkvæmdir.  Sérstakur húsfélagavefur, sem er að fara í loftið þessa dagana, var kynntur af ICE.
Fundurinn var settur á þann tíma, sem húsfélög eru almennt farin að velta fyrir sér framkvæmdum ársins.  Markmið fundarins var að kynna þær aðferðir, sem almennt eru viðurkenndar í slíku verkferli.  Fram kom m.a. á fundinum að algengustu mistökin sem verði í framkvæmdum húsfélaga, sé að kenna, litlum eða engum undirbúningi.  Með góðum undirbúningi og ráðgjöf sé hægt að auka líkurnar á því að heildarkostnaður framkvæmda verði sem minnstur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024