Iceland Express mótmælir verðhækkun
Aðstöðugjöld í flugstöð Leifs Eiríkssonar hafa hækkað um 50%. Gjaldið er núna 700 krónur í stað 450 fyrir hvern farþega. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Iceland Express þar sem hækkuninni er harðlega mótmælt. Félaginu var ekki tilkynnt um hækkunina fyrr en níu dögum eftir að hún tók gildi.
Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, segir þetta furðulegt. Búið sé að selja flugmiða langt fram á næsta ár. Ekki hafi verið gert ráð fyrir hækkuninni þegar miðarnir voru seldir.
Frá þessu er greint á vef RUV.