Iceland Express kynnir vetraráætlun
Sala hófst í dag á ferðum á vetrarfargjöldum hjá flugfélaginu Iceland Express og er nú hægt að bóka flug með félaginu til marsloka 2004. Flogið er til London og Kaupmannahafnar alla daga vikunnar. Segir félagið að lág fargjöld séu í boði í öllum brottförum og fargjöld undir 19 þúsund krónum nemi um 40% af sætaframboðinu. Þá hefur bókunarkerfi Iceland Express verið aukið og endurbætt. Geta viðskiptavinir nú breytt bókunum sínum sjálfir á Netinu. Þá geta fyrirtæki og stofnanir fengið sérstakan aðgang að bókunarkerfinu til að fá betri yfirsýn um viðskiptin og ferðalög starfsmanna.
Ákveðið hefur verið að halda áfram að fljúga frá Keflavík til Kaupmannahafnar kl. 7:30 á morgnana og til Lundúna klukkan 15, þ.e. á sama tíma og í sumaráætlun. Farþegar lenda því klukkutíma fyrr í London og Kaupmannahöfn þegar breytt verður yfir á vetrartíma á meginlandinu. Segir félagið að þetta þýði að möguleikar á tengiflugi til annarra áfangastaða aukist verulega, einkum þó frá Stansted flugvelli í London, en þar muni þota Iceland Express lenda kl. 17:50 samkvæmt vetraráætlun.
Ákveðið hefur verið að halda áfram að fljúga frá Keflavík til Kaupmannahafnar kl. 7:30 á morgnana og til Lundúna klukkan 15, þ.e. á sama tíma og í sumaráætlun. Farþegar lenda því klukkutíma fyrr í London og Kaupmannahöfn þegar breytt verður yfir á vetrartíma á meginlandinu. Segir félagið að þetta þýði að möguleikar á tengiflugi til annarra áfangastaða aukist verulega, einkum þó frá Stansted flugvelli í London, en þar muni þota Iceland Express lenda kl. 17:50 samkvæmt vetraráætlun.