Hreyfing og Blue Lagoon Spa opna heilsulind við Glæsibæ
Blue Lagoon Spa mun í lok árs opna sameiginlega heilsulind í nýju húsnæði við Glæsibæ í Reykjavík ásamt Heilsuræktarstööðinni Hreyfingu. Hún verður fyrsta heilsulind sinnar tegundar í heiminum en fram til þessa hafa spa-meðferðir með virkum efnum Bláa lónsins einungis verið í boði í Bláa lóninu í Svartsengi. Til stendur að fleiri Blue Lagoon Spa heilsulindir verði opnaðar erlendis á næstu árum.
Húsnæði Hreyfingar og Blue Lagoon Spa verður rúmlega 3.300 fermetrar að stærð sem er tvöfalt stærra en núverandi húsnæði Hreyfingar í Faxafeni. Teiknistofan á Óðinstorgi teiknaði húsið, VA arkitektar sáu um hönnun innanhúss og aðalverktaki við byggingu er Íslenskir aðalverktakar. Við hönnun spa-svæðisins er áhersla lögð á að skapa tengingu við náttúrulegt umhverfi Bláa lónsins. Gert er ráð fyrir að húsið verði afhent Hreyfingu 1. desember og að Hreyfing og Blue Lagoon Spa taki til starfa í nýju húsnæði í lok ársins.
Þar verður boðið upp á ýmsar nýjungar og meðferðir sem ekki hafa verið í boði hér á landi áður. Má þar t.d. nefna fljótandi djúpslökun þar sem slökunin er slík að 50 mínútur eru taldar jafnast á við allt að 8 tíma svefn. Í nýju stöðinni verða endurnærandi spa-meðferðir með Blue Lagoon vörum í boði.
Í heilsulindinni verður einnig veitingaaðstaða þar sem boðið verður upp á úrval hollra veitinga. Á skjólgóðu útisvæði verða heitir pottar og gufuböð og nálægðin við Laugardalinn býður upp á ýmsa útivistarmöguleika.
Anna G. Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri innlendrar starfsemi Bláa Lónsins hf., og stjórnarformaður Hreyfingar segir í fréttabréfi Bláa Lónsins að opnun Hreyfingar og Blue Lagoon spa í Reykjavík sé bæði skemmtilegt og mikilvægt skref. „Fyrirhugað er að opna Blue Lagoon Spa staði í fleiri borgum. Það er því ákaflega jákvætt og mikilvægt vaxtarskref að fyrsti Blue Lagoon Spa staðurinn sé staðsettur í Reykjavík,“ segir Anna.
Húsnæði Hreyfingar og Blue Lagoon Spa verður rúmlega 3.300 fermetrar að stærð sem er tvöfalt stærra en núverandi húsnæði Hreyfingar í Faxafeni. Teiknistofan á Óðinstorgi teiknaði húsið, VA arkitektar sáu um hönnun innanhúss og aðalverktaki við byggingu er Íslenskir aðalverktakar. Við hönnun spa-svæðisins er áhersla lögð á að skapa tengingu við náttúrulegt umhverfi Bláa lónsins. Gert er ráð fyrir að húsið verði afhent Hreyfingu 1. desember og að Hreyfing og Blue Lagoon Spa taki til starfa í nýju húsnæði í lok ársins.
Þar verður boðið upp á ýmsar nýjungar og meðferðir sem ekki hafa verið í boði hér á landi áður. Má þar t.d. nefna fljótandi djúpslökun þar sem slökunin er slík að 50 mínútur eru taldar jafnast á við allt að 8 tíma svefn. Í nýju stöðinni verða endurnærandi spa-meðferðir með Blue Lagoon vörum í boði.
Í heilsulindinni verður einnig veitingaaðstaða þar sem boðið verður upp á úrval hollra veitinga. Á skjólgóðu útisvæði verða heitir pottar og gufuböð og nálægðin við Laugardalinn býður upp á ýmsa útivistarmöguleika.
Anna G. Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri innlendrar starfsemi Bláa Lónsins hf., og stjórnarformaður Hreyfingar segir í fréttabréfi Bláa Lónsins að opnun Hreyfingar og Blue Lagoon spa í Reykjavík sé bæði skemmtilegt og mikilvægt skref. „Fyrirhugað er að opna Blue Lagoon Spa staði í fleiri borgum. Það er því ákaflega jákvætt og mikilvægt vaxtarskref að fyrsti Blue Lagoon Spa staðurinn sé staðsettur í Reykjavík,“ segir Anna.