Hreyfill tekur við símsvörun Ökuleiða
Frá og með morgundeginum mun leigubílastöðin Hreyfill taka við símsvörun fyrir Ökuleiðir á Suðurnesjum. Magnús Jóhannsson, sem verið hefur stöðvarstjóri Ökuleiða til margra ára, segir sameiningu leigubílasvæða ástæðu breytingarinnar.
Magnús segir að þegar höfuðborgarsvæðið og Reykjanes hafi orðið að einu gjaldsvæði hafi komið los á leigubílstjóra og þeir m.a. fært sig yfir á Hreyfil. Bílstjórarnir hafi því verið orðnir það fáir á stöðinni hjá Ökuleiðum að reksturinn hafi ekki staðið undir sér. Það hafi því legið beinast við að fá Hreyfil til að taka við símsvörun fyrir Ökuleiðir. Magnús segir allir bílstjórarnir muni áfram sinna akstri á Suðurnesjum. Nú sinni þeir útköllum frá flugstöðinni.
Á þessum tímamótum vildi Magnús þakka fyrir viðskiptin fyrir hönd Ökuleiða og benda á að áfram verði sama símanúmer, 421 4141, þó svo nú verði svarað í það hjá Hreyfli.
Magnús segir að þegar höfuðborgarsvæðið og Reykjanes hafi orðið að einu gjaldsvæði hafi komið los á leigubílstjóra og þeir m.a. fært sig yfir á Hreyfil. Bílstjórarnir hafi því verið orðnir það fáir á stöðinni hjá Ökuleiðum að reksturinn hafi ekki staðið undir sér. Það hafi því legið beinast við að fá Hreyfil til að taka við símsvörun fyrir Ökuleiðir. Magnús segir allir bílstjórarnir muni áfram sinna akstri á Suðurnesjum. Nú sinni þeir útköllum frá flugstöðinni.
Á þessum tímamótum vildi Magnús þakka fyrir viðskiptin fyrir hönd Ökuleiða og benda á að áfram verði sama símanúmer, 421 4141, þó svo nú verði svarað í það hjá Hreyfli.