Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Hönnun á grindvískum drykk vekur athygli
Mánudagur 19. september 2016 kl. 11:16

Hönnun á grindvískum drykk vekur athygli

Drykkurinn Alda frá Codland í Grindavík kom á markað í sumar og hefur fallið vel í kramið. Sjávarklasinn greinir frá því að fjallað hafi verið um Öldu í síðustu viku í einu áhrifamesta umbúða- og vöruhönnunarveftímariti heims, Dieline. Milljónir lesenda um allan heim lesa tímaritið sem hefur þann megintilgang að kynna áhugaverða og fallega hönnun víðs vegar að. Hönnuður umbúðanna á Öldu er Milja Korpela hönnuður hjá Íslenska sjávarklasanum.

Drykurinn Alda inniheldur kollagen sem er ein tegund próteins sem við inntöku getur bætt heilsu og hreyfigetu fólks. Kollagenið örvar frumur í brjóski og liðum og stuðlar að endurnýjunarferli í bandvefjum, en kollagenið styður til að mynda vefi í beinum, húð, vöðvum og sinum líkamans. Inntaka kollagens hefur einnig áhrif á húð og getur dregið úr hrukkumyndun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér má lesa umfjöllun Dieline um hönnun á drykknum Öldu.