Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Hollustumatsölustaður opnar í Keflavík
Sunnudagur 6. mars 2011 kl. 14:03

Hollustumatsölustaður opnar í Keflavík

Karma Keflavík, sem er hollustumatsölustaður þar sem boðið er uppá holla skyndibita og máltíðir í samræmi við ráðleggingar Lýðheilsustöðvar, opnaði í Grófinni 8 í Keflavík á föstudaginn. Það eru þær Sóley Birgisdóttir og Hildur Kristjánsdóttir sem standa að matsölustaðnum.


Eingöngu verða notuð gæða hráefni s.s. ósprautaðir kjúklingar. Ekkert ger, sykur eða hvítt hveiti er notað en mikið af lífrænu hráefni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Notaðir eru pottar frá Saladmaster sem eru úr hágæðastáli sem tryggja bragðgæði matarins og hámarksnýtingu næringarefna.


Réttur dagsins er næringarlega rétt samsettur og hentar einnig þeim sem borða samkvæmt ráðleggingum Íslensku Vigtarráðgjafanna.


Á Karma Keflavík er boðið upp á hádegismat og kvöldmat. Þá má fá þar kaffi og aðra drykki. Opið er mánudaga til föstudaga frá kl. 11:00 til 19:30.