Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Föstudagur 4. október 2002 kl. 11:12

Hlutafélagaáformum frestað

Á aðalfundi Sparisjóðs Keflavíkur þann 15. mars sl. var ákveðið hefja undirbúning að hugsanlegri breytingu Sparisjóðsins í hlutafélag. Á aðalfundinum var einnig ákveðið að hefja vinnu við að meta verðmæti sjóðsins og öðru sem nauðsynlegt var sem undanfari lokaákvörðunar í málinu. Um miðjan júní sl. var búið að ljúka öllum undirbúningi, en í kjölfar yfirtökutilraunar Búnaðarbanka Íslands á SPRON var ákveðið að hægja á fyrri áætlunum Sparisjóðsins um að halda fund stofnfjáraðila í ágúst eða september.Á aðalfundinum 15. mars var ákveðið að tillögur lægju fyrir og að undirbúningi yrði lokið eigi síðar en 1. október. Í október mun Viðskiptaráðherra leggja fram á Alþingi frumvarp um fjármálafyrirtæki, en í frumvarpinu er lagt til að lagaákvæði um sparisjóði breytist nokkuð er varðar viðskipti með stofnfjárhluti og verulegar skorður eru settar á hámarkseignarhluti. Af þessum sökum hefur stjórn Sparisjóðs Keflavíkur ákveðið að fresta ákvörðunum um málið þar til frumvarpið hefur fengið afgreiðslu á Alþingi, en stefnt er að afgreiðslu þeirra fyrir áramót.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024