HLUTAFÉÐ Í 250 MILLJÓNIR
Kaupfélag Suðurnesja býður félagsmönnum sínum um 3.000 talsins að kaupa 25 m.kr af hlutafé sínu í Samkaupum hf á genginu 2,0. Á stofnfundi Samkaupa hf. 15 desember sl. var ákveðið að auka hlutafé þess í 350 milljónir króna. Á fundi stjórnar Samkaupa var ákveðið að nýta hluta heimildarinnar og auka hlutafé þess um 25 mkr. úr 225 m. kr. í 250 m.kr. Stjórn kaupfélagsins ákvað að nýta sér forkaupsrétt sinn og selja síðan áfram til félagsmanna sinna. Áskriftartímabilið er 2-16. júlí.Fyrstir KaupfélagaGuðjón Stefánsson, kaupfélagsstjóri, sagði fyrirtækið fyrst Kaupfélaga til að leggja í hlutafjárútboð. „Samkaup hf. var stofnað í desember sl. eftir 54 ára kaupfélagsrekstur og vorum við fyrstir Kaupfélaga til að breyta rekstrinum algjörlega. Það var metið svo að kostir hlutafélagsformsins væru orðnir talsverðir umfram samvinnufélagsformið. Ég tel þó enn kosti samvinnufélagsformsins mikla, en þar skortir t.d. heimildir til að efla eigið fé með sama hætti og hjá hlutafélögum. Þessi breyting hafði verið til umræðu á síðustu 2-3 aðalfundum en loks tekið af skarið í desember sl. Nú verður hlutaféð aukið og 25 milljónir boðnar félagsmönnum á skikkanlegu verði. Þetta eflir eiginfjárstöðu fyrirtækisins og stefnt er að öðru útboði næsta vetur.“Skólabókardæmi um vandaða endurskipulagninguViðar Þorkelsson, svæðisstjóri Landsbanka Íslands á Suðurnesjum, sagði Kaupfélag Suðurnesja skólabókardæmi um vandaða endurskipulagningu sem hafi skilað sér í góðri afkomu síðustu árin. Þegar rekstur Kaupfélags Suðurnesja var endurskipulagður einbeittu þeir sér að því að einfalda reksturinn og halda sig við styrkustu stoðirnar. Samkaup hf. er eðlilegt framhald þessarar þróunar, það er alltaf pláss fyrir vel rekin fyrirtæki á hlutabréfamarkaði. Frá Landsbankans hendi liggur mikil vinna að baki útboðinu nú og mjög sanngjörn verðlagning á fyrirtækinu niðurstaða þeirrar vinnu.“Kostur fyrir langtímafjárfestaVíglundur Þór Víglundsson, verkfræðingur hjá Fjármálaráðgjöf Landsbanka Íslands, sagði Samkaup hf. vera kost fyrir langtímafjárfesta. „Fjármálaráðgjöf Landsbanka Íslands hefur aðstoðað Samkaup hf. í stefnumótunarmálum og verðmat fyrirtækið fyrir útboðið. Þetta er fyrirtæki sem hefur gengið vel eftir endurskipulagningu, yfirbyggingin er lítil, vandaðir menn við stjórnvölinn og má búast við að Samkaup hf. verði arðsöm fjárfesting þegar það er að fullu komið út á hlutabréfamarkaðinn.“Lágmarksfjárfesting er 10 þúsund krónurViðskiptastofa Landsbankans annast útboðið og sagði Kristín Kristjánsdóttir, viðskiptafræðingur, að mikil vinna hefði verið lögð í undirbúning þess. „Félagið fór í gegnum stefnumótunarvinnu og verðmat. Ákveðið var að bjóða félagsmönnum að kaupa á genginu 2 og er það mat sérfræðinga bankans að það sé hagstætt boð. Ekki sé þó hægt að búast við skyndihagnaði en hugsanlegt er að gengi bréfanna hækki til lengri tíma litið. Félagið er ekki skráð á markað og meðan svo er, er ekki hægt að búast við að mikil viðskipti verði með bréf þess. En félagið stefnir á að sækja um skráningu á Verðbréfaþing Íslands og ef af því verður aukast líkur á að viðskipti glæðist. Lágmarksfjárfesting í útboðinu er 10.000 kr að nafnverði en að hámarki 25 mkr. Félagið ætlar að sækja um staðfestingu ríkisskattstjóra fyrir 1. október um að fjárfesting í félaginu nýtist til skattafrádráttar. Til að fá fullan skattafrádrátt þurfa hjón að fjárfesta fyrir tæpar 270.000 kr. en einstaklingar fyrir rúmar 130.000. Upplýsingar um útboðið er hægt að nálgast í öllum útibúum Landsbankans á Suðurnesjum, á skrifstofu Kaupfélags Suðurnesja og á netinu. Slóðin er http://www.landsbanki.is/wpp.nsf/pages/fyrirt-utbodslysingar.html.“