Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Hitaveita Suðurnesja: verið að skoða sameiningarmál
Miðvikudagur 16. apríl 2003 kl. 12:39

Hitaveita Suðurnesja: verið að skoða sameiningarmál

Hitaveitur á Suðurlandi hafa upp á síðkastið átt í óformlegum viðræðum við Hitaveitu Suðurnesja um sameiningu. Gert er ráð fyrir að í lok maí verði haldinn formlegur fundur forsvarsmanna hitaveitnanna þar sem ákvörðun verður tekin um framhaldið. Hitaveiturnar sem um ræðir eru á Selfossi, Hellu, Hveragerði og Flúðum. Júlíus Jónsson forstjóri Hitaveitu Suðurnesja sagði í samtali við Víkurfréttir að hitaveiturnar á Suðurlandi væru að skoða sín mál, en í vetur skrifuðu forsvarsmenn hitaveitnanna undir viljayfirlýsingu varðandi málið. „Stóri þátturinn í þessu er sameining við RARIK á Suðurlandi. Ég tel að í sameiningu þessara fyrirtækja felist möguleikar sem við þurfum að skoða.“

Vf-ljósmynd: Júlíus í ræðustól á aðalfundi fyrirtækisins sl. föstudag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024