Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Viðskipti

Hitaveita Suðurnesja hf.: 3,5 milljarða króna hagnaður 2007
Þriðjudagur 12. febrúar 2008 kl. 15:30

Hitaveita Suðurnesja hf.: 3,5 milljarða króna hagnaður 2007

Hagnaður Hitaveitu Suðurnesja á síðasta ári nam 3480 milljónum króna en var árið áður 2877 milljónir króna. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu  7660 milljónir en voru 5897 milljónir árið áður og jukust um 30% milli ára.

Tekjuaukinn stafar aðallega af raforkusölu til Norðuráls, sem jókst um 587 milljónir, og 626 milljóna króna eingreiðslu frá Bandaríkjastjórn vegna uppsagnar hennar á samningi um kaup á orku til varnarliðsins.

Stjórn félagsins leggur til að í ár verði greiddur 500 milljóna arður til hluthafa eða um 6,7% af nafnverði hlutafjár. Hluthafar í HS voru átta í árslok 2007 og hafði fækkað um tvo frá ársbyrjun.

Eigið fé HS var 19.976 milljónir króna í árslok 2007.  Eiginfjárhlutfall var 54%. Í ársbyrjun var eigið fé 16.896 milljónir og eiginfjárhlutfallið 52%.

Fjórir hluthafar áttu meira en 10%hlut í félaginu í lok ársins í fyrra: Reykjanesbær, sem á tæp 35%, Geysir Green Energy, sem á 32%, Orkuveita Reykjavíkur, sem á rétt tæp 17% og Hafnarfjarðarbær, sem á tæp 15,5%.

 

VF-mynd: Ellert Grétarsson.


Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25