Herbalife fræðslusetur opnar í K-húsinu
Nýtt og glæsilegt Herbalife fræðslusetur opnaði formlega í gærkvöldi að Hringbraut 108 eða gamla K-húsinu í Keflavík. Sérstakur gestur var Halldóra Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur og heilsuráðgjafi en hún fór yfir fræðsluerindið „Betri heilsa í upphafi árs“ með góðum viðtökum gesta. Þær sem standa fyrir þessu eru þær Guðbjörg Jónsdóttir, Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, Þórunn Benediktsdóttir og Unnur Karlsdóttir.
Stelpurnar verða með fræðslufyrirlestra og dekurkvöld til skiptis á mánudagskvöldum. Einnig verður boðið upp á ýmiskonar námskeið og ætla þær að byrja með stafagöngunámskeið fimmtudaginn 13. jan. Það er 6 vikna námskeið fyrir byrjendur og hægt verður að fá lánaða stafi en kennarar eru Ragnheiður Ásta og Þórunn Ben. Einnig ætla þær vinkonur að bjóða upp á hið geysivinsæla Zumba og byrjar 8 vikna námskeið þriðjudaginn 18. jan. en Zumba kennir Anna Lóa Ólafsdóttir. Á föstudögum í hádeginu verða svo shake partý og eru allir velkomnir þangað.
Boðið verður upp á ókeypis heilsuskýrslu fyrir námskeiðin og ýmsar heilsufarsmælingar í upphafi og lok námskeiðanna. Skráning er hafin í þessi 2 námskeið og er takmarkaður fjöldi sem kemst að. Einnig ætla þær að bjóða salinn til útleigu, þá helst fyrir barnaafmæli og þessháttar um helgar. Nánari upplýsingar inná ¨Húsið okkar¨ á Facebook.
VF-Myndir/siggijóns - [email protected]
Guðbjörg Jónsdóttir, Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, Unnur Karlsdóttir og Þórunn Benediktsdóttir stofnendur.
Halldóra Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur fór með fræðsluerindið „Betri heilsa í upphafi árs“.
Gestum var boðið upp á næringaríka hressingu við komu.