Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Helga í stjórn FKA
Ný stjórn Félags kvenna í atvinnulífinu á Íslandi. Suðurnesjakonan Helga Björg er í fremri röð til hægri.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 6. júní 2023 kl. 13:36

Helga í stjórn FKA

Aðalfundur FKA-Félag kvenna í atvinnulífinu var haldinn 10. maí á Nauthóli í Reykjavík. Unnur Elva Arnardóttir er nýr formaður félagsins. Suðurnesjakonan Helga Björg Steinþórsdóttir var kosin í stjórn félagsins.

Í stjórn félagsins eru Andrea Ýr Jónsdóttir, Dóra Eyland, Grace Achieng, Guðrún Gunnarsdóttir,, ingibjörn Salóme Sigurðardóttir og Helga Björg Steinþórsdóttir. Til vara eru Bergrún L. Sigurjónsdóttir, Erla B. Eyjólfsdóttir og Guðlaug H. Jóhannsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

FKA verður 25 ára á næsta ári og eru fjölmörg verkefni sem bíða nýrrar stjórnar af því tilefni.