Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Þriðjudagur 28. ágúst 2001 kl. 09:43

Heimilistæki og föndurvörur í Húsinu

Verslunin Húsið við Gerðarvelli 17 í Grindavík hefur fengið andlitslyftingu en nýjir eigendur tóku við um síðustu mánaðarmót. Það eru þau Ólöf Guðlaugsdóttir, Jakob Ingi Sturlaugsson, Kristín Sigurjónsdóttir og Þórður Sigurðsson.
„Verslunin Málmey var hér áður til húsa þar sem seldar voru byggingavörur og málning frá Hörpu. Við höldum vörunum frá Hörpu en erum einnig með þjónustu við fiskvinnslufyrirtæki og útgerð með málningu frá Slippfélaginu. Vöruúrvalið hefur verið aukið og við erum nú með föndur- og gjafavörur og ýmis konar raftæki en við erum með umboð fyrir Bræðurna Ormsson“, segir Ólöf og bætir við að stefnt verði að því að vera með vörur fyrir heimilið, bæði í leik og starfi.
Kristín segir að áhersla verði lögð á að veita viðskiptavinum góða málningavöruþjónustu og verðið verður það sama og á höfuðborgarsvæðinu. Vönduð gólefni, viðarrimlagluggatjöld eru einnig meðal þess sem fæst í versluninni Húsinu en sjón er sögu ríkari.
Hinir nýju verslunareigendur vilja að lokum koma á framfæri þökkum frá íbúum Grindavíkurbæjar til fyrri eiganda Málmeyjar en hann er að láta að störfum eftir að hafa þjónað bæjarbúum í um cirka 25-30 ár, fyrst hjá kaupfélaginu og síðan í Málmey.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024