Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

  • Hef mikla trú á Reykjanesbæ
  • Hef mikla trú á Reykjanesbæ
Þriðjudagur 24. júní 2014 kl. 07:00

Hef mikla trú á Reykjanesbæ

– segir Benedikt Eyjólfsson hjá Bílabúð Benna

Bílabúð Benna hefur starfrækt útibú fyrir nýja og notaða bíla að Njarðarbraut 9 í Reykjanesbæ síðan 2008. „Við sáum tækifæri í staðsetningunni hér í nágrenni við Reykjanesbrautina og keyptum því þetta glerhús og byggðum við það 500 fermetra þjónustubyggingu,“ segir Benedikt Eyjólfsson, Benni í Bílabúð Benna í samtali við Víkurfréttir þegar hann var að undirbúa sumarsýningu Bílabúðar Benna á Fitjum á dögunum. Auk bílasölunnar þá eru Nesdekk að Njarðarbraut 9 en þar er dekkjaverkstæði, smurþjónusta og smáviðgerðir ýmiskonar.

Framkvæmdir við uppbyggingu bílasölunnar og þjónustuhússins voru á fullu þegar hrunið varð en þrátt fyrir þær þrengingar sem þá urðu ákvað Benni að halda áfram en draga ekki saman seglin í Reykjanesbæ. „Ég hef alltaf haft mikla trú á Reykjanesbæ og var ákveðinn í að halda ótrauður áfram. Í fyrra malbikuðum við allt útisvæðið hjá okkur og núna á að fara í að gera sýningarsalinn betri og bæta í merkingar. Hjá Bílabúð Benna og Nesdekki í Reykjanesbæ starfa 7 manns og fleiri í törnum. „Við hjá Bílabúð Benna höfum alltaf viljað leggja mikinn metnað í starfsstöð okkar hér í Reykjanesbæ. Ég veit að heimamenn vilja versla í heimabyggð og við eigum marga fasta viðskiptavini hérna,“ segir Benni.

Bílabúð Benna selur bæði Chervolet og Porsche bíla og hefur nýlega tekið í sölu aftur SsangYong jeppana en Benni hóf einmitt sölu á Musso fyrir um tveimur áratugum síðan. Nú er það jeppi sem heitir Rexton sem er nýkominn til landsins. Í sumar verður svo kynntur nýr Korando jepplingur frá SsangYong.  Sala á Chevrolet hefur gengið mjög vel á undanförnum árum og eru fleirri og fleirri að bætast í hóp okkar viðskiptavina.  Chevrolet hefur aukið framboð sitt á undanförnum árum samhliða því sem við höfum geta boðið sérlega hagstætt verð á bílunum. Það sem af er ári er Chevrolet þriðja mest selda vörumerkið á Íslandi.  Þá sé Bílabúð Benna að bæta við Opel-umboðinu á Íslandi og bætir því í flóruna með haustinu.  Við ætlum okkur mikið með Opel enda eru þetta þýskir gæðabílar og hafa orðið gríðarlega breytingar á þeim á síðustu árum.

Starfsemin á Njarðarbrautinni er ekki sú eina sem Bílabúð Benna er með á Suðurnesjum því á Keflavíkurflugvelli er starfrækt bílaleigan Sixt sem veitir 13-14 manns vinnu og er með um 600 bíla í útleigu en Sixt er í eigu Bílabúðar Benna. Sixt er svo í samstarfi við Geysi með bílaþvott og við það starfa um 10 manns. Hjá bílaleigunni er breið lína bíla í boði en Benni segir að um 90% af leigðum bílum yfir sumartímann séu afgreiddir á Keflavíkurflugvelli og nánast allir bílarnir eru leigðir fyrirfram. Flestir eru að leigja litla bíla eins og Chervolet Spark en leiga á jeppum er alltaf mikil enda vilja ferðamenn skoða hálendið okkar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024