Haustdagar hefjast í dag!
Haustdagar í verslunum á Suðurnesjum byrja í dag. Hátt í fjörtíu verslanir og þjónustufyrirtæki bjóða tilboð og afslætti og standa Haustdagar fram á mánudag. Auglýsingar frá þeim fyrirtækjum sem taka þátt í þessu árlega átaki Víkurfrétta og verslana og fyrirtækja á Suðurnesjum, á hverju hausti, eru birtar á hægri síðum í blaðinu í dag. Auglýsingarnar eru auðkenndar með haustlaufaumgjörð. Við hvetjum Suðurnesjafólk til að gera góð kaup á Haustdögum.