Harpa opnar málningarverslun
Málningarverksmiðjan Harpa hf. hefur opnað sérhæfða málningarverslun við Hafnargötu 90 í Keflavík, þar sem áður var verslunin Dropinn. Atli Már Einarsson, málari, hefur verið ráðinn verslunarstjóri en hann hefur starfað við sölu málningar um árabil.
Fagleg ráðgjöf
Harpa hf. keypti verslunina Dropann í maí 2000 og rak hana fram til síðustu jóla en þá var ráðist í breytingar sem nú er lokið. Harpa verður með málningarverslun fyrir almenning og fagmenn og leggur áherslu á að þjóna báðum þessum hópum með faglegum og vönduðum hætti.
Þrír starfsmenn verða í versluninni. Þeir eru allir með sérþekkingu og geta boðið viðskiptavinum faglega ráðgjöf varðandi vinnubrögð, litaval og annað sem þarf þegar ráðist er í að mála.
Ný gólfefnaverslun
Harpa hf. verður ekki með gólfefni, baðherbergisvörur og fleiri vöruflokka sem seldir voru í Dropanum. Einungis verður um að ræða málningu og aðrar skildar vörur-allt sem þarf til málunar innan- og utanhúss. Hins vegar verður opnuð alhliða gólfefnaverslun í eigu Teppalands nú í febrúar í því húsnæði sem Dropinn hafði gólfefnasölu sína í. Þar verður einnig til sölu hreinlætistæki og aðrar vörur fyrir baðherbergi. Sú verslun verður við hlið málningaverslunar Hörpu þannig að vipskiptavinir geta fengið þjónustu í flestum sömu vöruflokkum og verið hefur um árabil á þessum stað.
Vinsælar verslanir
Verslun Hörpu hf. í Keflavík verður fjórða málningarverslun fyrirtækisins en fyrir eru verslanir að Stórhöfða 44 og Skeifunni 4 í Reykjavík og í Bæjarlind 6 í Kópavogi. Þær verslanir hafa fengið mjög góðar viðtökur og njóta vinsælda. Hörpumenn gera sér vonir um að Suðurnesjamenn taki hinni nýju sérhæfðu málningarverslun fyrirtækisins vel og prófi þá fagþjónustu sem í boði er.
Fagleg ráðgjöf
Harpa hf. keypti verslunina Dropann í maí 2000 og rak hana fram til síðustu jóla en þá var ráðist í breytingar sem nú er lokið. Harpa verður með málningarverslun fyrir almenning og fagmenn og leggur áherslu á að þjóna báðum þessum hópum með faglegum og vönduðum hætti.
Þrír starfsmenn verða í versluninni. Þeir eru allir með sérþekkingu og geta boðið viðskiptavinum faglega ráðgjöf varðandi vinnubrögð, litaval og annað sem þarf þegar ráðist er í að mála.
Ný gólfefnaverslun
Harpa hf. verður ekki með gólfefni, baðherbergisvörur og fleiri vöruflokka sem seldir voru í Dropanum. Einungis verður um að ræða málningu og aðrar skildar vörur-allt sem þarf til málunar innan- og utanhúss. Hins vegar verður opnuð alhliða gólfefnaverslun í eigu Teppalands nú í febrúar í því húsnæði sem Dropinn hafði gólfefnasölu sína í. Þar verður einnig til sölu hreinlætistæki og aðrar vörur fyrir baðherbergi. Sú verslun verður við hlið málningaverslunar Hörpu þannig að vipskiptavinir geta fengið þjónustu í flestum sömu vöruflokkum og verið hefur um árabil á þessum stað.
Vinsælar verslanir
Verslun Hörpu hf. í Keflavík verður fjórða málningarverslun fyrirtækisins en fyrir eru verslanir að Stórhöfða 44 og Skeifunni 4 í Reykjavík og í Bæjarlind 6 í Kópavogi. Þær verslanir hafa fengið mjög góðar viðtökur og njóta vinsælda. Hörpumenn gera sér vonir um að Suðurnesjamenn taki hinni nýju sérhæfðu málningarverslun fyrirtækisins vel og prófi þá fagþjónustu sem í boði er.