Hamingusetrið – ný nuddstofa
Hamingusetrið er skemmtilegt heiti á nýrri nuddstofu sem Ingigerður Stefánsdóttir hefur opnað í Reykjanesbæ. Stofan er til húsa í kjallara gamla Glitnishússins í Reykjanesbæ (gengið inn úr portinu bakatil á móti langbest).
Ingigerður býr yfir langri reynslu sem nuddari og hefur m.a. starfað í Lífsorkunni og Bláa lóninu. Hún notar svonefndar Young Living ilmkjarnaolíur sem hún flytur inn sjálf en mjög góður rómur hefur verið gerður að þeim. Þykja þær hafa góð áhrif á fólk sem er ofvirkt eða á við ýmsa vanlíðan að stríða,börn með magakrampa að sögn Ingigerðar.
Auk nuddmeðferðar hefur Ingigerður boðið upp á höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð þar sem olíurnar eru einnig notaðar. Hún lærði djúpilanudd og virkni ilmkjarnaoliana hjá Faridu Sharan School of Natural Medicine.
Í Hamingusetrinu stendur einnig til að bjóða tíma í svokölluðu konunglegu yoga,
Hatha yoga. Ingigerður segir yoga fyrir alla stirða og liðuga, þykka sem granna. Byrjað er að bóka í námskeið og kennt verður á mánudögum og fimmtudögum kl 17.00. Síminn er 862 0372.
VF-mynd/elg: Ingigerður Stefánsdóttir í Hamingusetrinu, nýrri nuddstofu í Reykjanesbæ.
Ingigerður býr yfir langri reynslu sem nuddari og hefur m.a. starfað í Lífsorkunni og Bláa lóninu. Hún notar svonefndar Young Living ilmkjarnaolíur sem hún flytur inn sjálf en mjög góður rómur hefur verið gerður að þeim. Þykja þær hafa góð áhrif á fólk sem er ofvirkt eða á við ýmsa vanlíðan að stríða,börn með magakrampa að sögn Ingigerðar.
Auk nuddmeðferðar hefur Ingigerður boðið upp á höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð þar sem olíurnar eru einnig notaðar. Hún lærði djúpilanudd og virkni ilmkjarnaoliana hjá Faridu Sharan School of Natural Medicine.
Í Hamingusetrinu stendur einnig til að bjóða tíma í svokölluðu konunglegu yoga,
Hatha yoga. Ingigerður segir yoga fyrir alla stirða og liðuga, þykka sem granna. Byrjað er að bóka í námskeið og kennt verður á mánudögum og fimmtudögum kl 17.00. Síminn er 862 0372.
VF-mynd/elg: Ingigerður Stefánsdóttir í Hamingusetrinu, nýrri nuddstofu í Reykjanesbæ.