Hagnaður Samkaupa 238 milljónir
Aðalfundur Samkaupa hf. var haldinn í gær. Heildar vörusala var 8.568 milljónir á árinu 2002 og er það rúmlega 3.5 % aukning frá árinu áður. Hagnaður ársins eftir skatta var rúmlega 239 milljónir króna. Heildar starfsmannafjöldi í árslok var 535 starfsmenn.Samkaup hf. reka 24 matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Vestfjörðum og Norðurlandi. Verslanirnar eru undir nöfnunum Nettó, Kaskó, Samkaup, Úrval, Strax og Sparkaup. Að auki rekur félagið kostverslunina Valgarð á Akureyri og Kjötsel í Njarðvík.
Samþykkt var að greiða 12 % arð til hluthafa. Ný stjórn var kosin á fundinum en í henni sitja, Halldór Jóhannsson formaður, Magnús Haraldsson varaformaður, Jón Sigurðsson, Jakob Bjarnason og Kristinn Hallgrímsson. Til vara eru Birgir Guðnason og Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson. Framkvæmdastjóri Samkaupa hf. er Guðjón Stefánsson.
Samþykkt var að greiða 12 % arð til hluthafa. Ný stjórn var kosin á fundinum en í henni sitja, Halldór Jóhannsson formaður, Magnús Haraldsson varaformaður, Jón Sigurðsson, Jakob Bjarnason og Kristinn Hallgrímsson. Til vara eru Birgir Guðnason og Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson. Framkvæmdastjóri Samkaupa hf. er Guðjón Stefánsson.