Hagnaður HS 726 milljónir kr. í fyrra
Vonir standa til þess að Hitaveita Suðurnesja hf. skrifi undir orkusölusamninga við Norðurál hf. fyrir páska, en undirbúningur fyrir virkjun á Reykjanesi gengur vel að því er fram kom á aðalfundi Hitaveitu Suðurnesja sem haldinn var sl. föstudag.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort túrbínur virkjunarinnar verða tvær 40 MW eða tvær 50 MW og því ekki ljóst hvort rafmagnsframleiðsla virkjunarinnar verði 80 eða 100 MW.
Tekin hefur verið ákvörðun um að taka tilboði frá japanska fyrirtækinu Sumitomo um kaup á túrbínum frá Fuji, en alls sendu sex fyrirtæki inn tilboð í túrbínurnar. Gert er ráð fyrir að kaupverð túrbínanna verði nálægt einum og hálfum milljarði króna.
Áætlun Hitaveitu Suðurnesja gerir ráð fyrir að virkjunin verði gangsett í byrjun maí 2006 og er því ljóst að vinna þarf hratt til að virkjunin verði tilbúin á réttum tíma. Síðustu mánuði hefur verið unnið að öflun leyfa fyrir virkjuninni, en alls þarf ellefu opinber leyfi og úrskurði fyrir virkjuninni.
Kostnaður við virkjunina er áætlaður hátt í 8 milljarða króna og að auki hálfur milljarður vegna línulagningar sem tengir virkjunina við raforkukerfið.
Júlíus Jónsson forstjóri Hitaveitu Suðurnesja hf. sagði í samtali við Víkurfréttir að fulltrúar Norðuráls hf. og fulltrúar Hitaveitu Suðurnesja hf. stefndu að því að skrifað yrði undir orkusölusamninga fyrir páska.
Ellert formaður stjórnar
Ellert Eiríksson fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar var kjörinn formaður stjórnar Hitaveitu Suðurnesja á stjórnarfundi sem haldinn var í kjölfar aðalfundarins á föstudag.
Árni Sigfússon, Björn Herbert Guðbjörnsson og Ellert Eiríksson eru fulltrúar Reykjanesbæjar í stjórninni. Gunnar Svavarsson er fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, Jón H. Norðfjörð úr Sandgerði, Magnús Gunnarsson fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði er fulltrúi ríkisins í stjórn HS og Ómar Jónsson er fulltrúi Grindavíkurbæjar í stjórninni, en hann var kosinn varaformaður stjórnar. Gunnar Svavarsson var kjörin ritari.
Hagnaðist um 726 milljónir króna
Hagnaður Hitaveitu Suðurnesja hf. á síðasta ári nam rúmum 726 milljónum króna. Hagnaðurinn er heldur minni en árið áður en þá nam hagnaðurinn rúmum 800 milljónum króna.
Heildartekjur Hitaveitu Suðurnesja á síðasta ári námu 3,5 milljörðum króna og eru það heldur meiri tekjur en árið á undan. Rekstrargjöld jukust úr 2,6 milljörðum í 2,8. Um áramót var eigið fé fyrirtækisins 11,8 milljarðar króna og heildareignir tæpir 15 milljarðar.
Á aðalfundinum var ákveðið að greiða 245 milljónir króna í arð til hluthafa eða um þriðjungi hagnaðar fyrirtækisins. Á þessu ári er gert ráð fyrir að hagnaður fyrirtækisins nemi á bilinu 800 til 850 milljónum króna og að heildartekjur verði um 3,7 milljarðar.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort túrbínur virkjunarinnar verða tvær 40 MW eða tvær 50 MW og því ekki ljóst hvort rafmagnsframleiðsla virkjunarinnar verði 80 eða 100 MW.
Tekin hefur verið ákvörðun um að taka tilboði frá japanska fyrirtækinu Sumitomo um kaup á túrbínum frá Fuji, en alls sendu sex fyrirtæki inn tilboð í túrbínurnar. Gert er ráð fyrir að kaupverð túrbínanna verði nálægt einum og hálfum milljarði króna.
Áætlun Hitaveitu Suðurnesja gerir ráð fyrir að virkjunin verði gangsett í byrjun maí 2006 og er því ljóst að vinna þarf hratt til að virkjunin verði tilbúin á réttum tíma. Síðustu mánuði hefur verið unnið að öflun leyfa fyrir virkjuninni, en alls þarf ellefu opinber leyfi og úrskurði fyrir virkjuninni.
Kostnaður við virkjunina er áætlaður hátt í 8 milljarða króna og að auki hálfur milljarður vegna línulagningar sem tengir virkjunina við raforkukerfið.
Júlíus Jónsson forstjóri Hitaveitu Suðurnesja hf. sagði í samtali við Víkurfréttir að fulltrúar Norðuráls hf. og fulltrúar Hitaveitu Suðurnesja hf. stefndu að því að skrifað yrði undir orkusölusamninga fyrir páska.
Ellert formaður stjórnar
Ellert Eiríksson fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar var kjörinn formaður stjórnar Hitaveitu Suðurnesja á stjórnarfundi sem haldinn var í kjölfar aðalfundarins á föstudag.
Árni Sigfússon, Björn Herbert Guðbjörnsson og Ellert Eiríksson eru fulltrúar Reykjanesbæjar í stjórninni. Gunnar Svavarsson er fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, Jón H. Norðfjörð úr Sandgerði, Magnús Gunnarsson fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði er fulltrúi ríkisins í stjórn HS og Ómar Jónsson er fulltrúi Grindavíkurbæjar í stjórninni, en hann var kosinn varaformaður stjórnar. Gunnar Svavarsson var kjörin ritari.
Hagnaðist um 726 milljónir króna
Hagnaður Hitaveitu Suðurnesja hf. á síðasta ári nam rúmum 726 milljónum króna. Hagnaðurinn er heldur minni en árið áður en þá nam hagnaðurinn rúmum 800 milljónum króna.
Heildartekjur Hitaveitu Suðurnesja á síðasta ári námu 3,5 milljörðum króna og eru það heldur meiri tekjur en árið á undan. Rekstrargjöld jukust úr 2,6 milljörðum í 2,8. Um áramót var eigið fé fyrirtækisins 11,8 milljarðar króna og heildareignir tæpir 15 milljarðar.
Á aðalfundinum var ákveðið að greiða 245 milljónir króna í arð til hluthafa eða um þriðjungi hagnaðar fyrirtækisins. Á þessu ári er gert ráð fyrir að hagnaður fyrirtækisins nemi á bilinu 800 til 850 milljónum króna og að heildartekjur verði um 3,7 milljarðar.