Hagkaup í Njarðvík lokar
Starfsmönnum Hagkaupa í Njarðvík var í morgun tilkynnt að verslun Hagkaupa yrði lokað fljótlega. Eiríkur Bjarki Eysteinsson verslunarstjóri Hagkaupa í Njarðvík staðfesti í samtali við Víkurfréttir að versluninni yrði lokað: "Við lokum fljótlega en ég get ekki gefið upp neina dagsetningu. Verslun í Hagkaupum Njarðvík hefur dregist töluvert saman síðustu misseri og sérstaklega eftir að Smáralind opnaði og það er helsta ástæða lokunarinnar," sagði Eiríkur. Öllu starfsfólki Hagkaupa í Njarðvík, 36 að tölu verður sagt upp störfum.