Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

  • Hægt að þjálfa mál og læsi hvar og hvenær sem er
  • Hægt að þjálfa mál og læsi hvar og hvenær sem er
    Bryndís Guðmundsdóttir.
Þriðjudagur 20. október 2015 kl. 06:00

Hægt að þjálfa mál og læsi hvar og hvenær sem er

– Nú geta strákarnir spreytt sig í leik með hljóðin!

Frá og með deginum í dag eru öll smáforrit Raddlistar komin í iPhone útgáfur. Smáforritin voru áður gefin út eingöngu fyrir iPad spjaldtölvur. Með þessu framtaki er foreldrum gert auðveldara að hlaða niður forritum sem stuðla að auknum málþroska og undirbúa börn fyrir læsi, beint í símana, hvar og hvenær sem er. Um er að ræða forrit sem sameina leik við hljóðakennslu, undirbúa læsi og réttan framburð. Þau eru Lærum og leikum með hljóðin, Froskaleikur 1, 2 og 3 og Froskaleikur Skólmeistarinn (skólútgáfa).  

 „Nú á ekkert að vera því til fyrirstöðu að tugþúsundir uppalenda sem nota iPad eða iPhone geti aðstoðað börnin á markvissan hátt við grunninn að læsi“ segir Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur, aðalhöfundur efnisins. „Drengir standa almennt verr að vígi en stúlkur í lestrarundirbúningi. Þeim hentar vel tenging við leik, tækni og hreyfingu, eins og er í smáforritunum. Ég vona því að þetta geri gæfumun fyrir marga“, segir Bryndís. „Til að geta ráðist í iPhone útgáfur fékk ég mikilvægan stuðning frá nokkrum íslenskum fyrirtækjum sem í verki gerðu okkur kleift að stuðla enn frekar að læsi íslenskra barna með stærri notendahópi“, segir Bryndís. Fyrirtækin sem studdu við gerð iPhone útgáfunnar eru Novator, Norðurál, Hagar, KPMG og HS Orka.

Þeir sem vilja nálgast forritin sem nú bjóðast á lægra verði geta gert það hér.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024