Gull og Hönnun stendur fyrir gjafaleik
Karl Gústaf Davíðsson gullsmiður opnaði þann 19. apríl síðastliðinn verslunina Gull og Hönnun sem er til húsa að Njarðvíkurbraut 9 í Reykjanesbæ.
Karl segir viðtökur við verslun hans hafa verið ákaflega góðar og vill hann þakka móttökurnar með því að efna til gjafaleiks. Gull og Hönnun ætlar sér að gefa tvö gjafabréf að verðmæti 20.000 króna en í boði hjá Karli eru handsmíðaðar og innfluttar vörur úr gulli, silfri og stáli og kappkostað er við að vera með vörur fyrir sem flest tilefni á sanngjörnu verði.
Dregið verður út í leiknum þann 17. júní næstkomandi og það eina sem þarf að gera til að taka þátt er að mæta í Gull og Hönnun, Njarðvíkurbraut 9 og skrá niður nafnið sitt, svo einfalt er það.
Mynd-VF/Eyþór Sæm: Karl með gjafarbréfin sem eru að andvirði 20 þúsund krónur hvort