Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Guðni Dan opnar þjónustuverkstæði IH og B&L
Fimmtudagur 7. ágúst 2008 kl. 19:39

Guðni Dan opnar þjónustuverkstæði IH og B&L

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Guðni Daníelsson eigandi Bílahússins í Njarðvík opnar þjónustuverkstæði fyrir bíla frá Ingvari Helgasyni og Bifreiðar og landbúnaðarvélum. Yfirmaður þjónustuverkstæðisins er Kristmundur Árnason, en hann er mikill reynslubolti í bransanum. Á verkstæðinu verða 5 starfsmenn að jafnaði.

Þjónustuverkstæðið er staðsett að Njarðarbraut 3 í Reykjanesbæ. Það er vel útbúið tækjum og tólum og er mjög glæsilegt.

Bílaeigendur geta komið með bílana í þjónustuskoðanir, smurþjónustu, hjólastillingar og fleira.