Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Guðjón Leifsson nýr forstöðumaður hjá þjónustu og rekstrarsviði Isavia
Föstudagur 18. febrúar 2022 kl. 09:23

Guðjón Leifsson nýr forstöðumaður hjá þjónustu og rekstrarsviði Isavia

Guðjón Leifsson hefur verið ráðinn forstöðumaður á Þjónustu og rekstrarsviði Isavia. Hlutverk hans verður að byggja upp faglega miðju á sviðinu fyrir rekstrargreiningar, breytingastjórnun og bestun á ferlum. Þá mun hann leiða vinnu við faglega og samræmda verkefnastjórnun ásamt því að stýra stórum þverfaglegum verkefnum.

Guðjón starfaði áður hjá Marel þar sem Digital Strategy Manager og stýrði þar fjölbreytilegum verkefnum tengdum starfrænni vegferð fyrirtækisins. Þar áður starfaði hann hjá Símanum til fjölda ára þar sem hann stýrði nýsköpun, vöru- og verkefnastýringu, og þjónustu fyrir einstaklingsmarkað, auk þess að leiða vinnu sem stuðlaði að umbreytingu á menningu, stjórnun og vinnulagi fyrirtækisins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við hjá Isavia erum að fara að vaxa á ný, eftir niðursveiflu í kjölfar faraldurs. Allt bendir til að það gerist hratt og okkar bíði mikið og stórt verkefni að vaxa á skilvirkan hátt á næstu árum. Þar er breytingastjórnun og bestun rekstrar lykilatriði til að gera Keflavíkurflugvöll að drifkrafti velsældar á komandi árum. Þar mun reynsla og þekking Guðjóns koma sér gríðarlega vel fyrir okkur,“ segir Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og reksturs hjá Isavia.