Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Græn Nettó verslun opnar í Vallarhverfi í Hafnarfirði
Fimmtudagur 3. nóvember 2022 kl. 14:41

Græn Nettó verslun opnar í Vallarhverfi í Hafnarfirði

Nettó hefur opnað glænýja verslun við Selhellu í Hafnarfirði og eru Nettó verslanirnar því orðnar 20 talsins. Um ræðir svokallaða græna verslun, sem þýðir að allt kapp er lagt á að lágmarka kolefnisspor verslunarinnar. 

„Verslunin er hin glæsilegasta og við höfum hlakkað mikið til að opna dyrnar fyrir íbúum þessa ört vaxandi hverfis. Við erum einstaklega stolt af að geta opnað hér græna verslun þar sem öll tæki og starfsemi eru keyrð á umhverfisvænum orkumiðli, kælikerfi sem keyrt er á koltvísýringi (CO₂), en um ræðir umhverfisvænan kælikost. Keyrt verður eingöngu á LED lýsingu og allir fyrstar og kælitæki lokuð, en það eitt og sér stuðlar að gífurlegum orkusparnaði samanborið við hefðbundin kælitæki og því sannarlega framtíðin hjá okkur. Við sjáum einnig fyrir okkur að þegar fram í sækir verði öllum kælitækjum Nettó skipt út fyrir þessa gerð kælitækja og því gaman að geta boðið viðskiptavinum á Völlunum upp á þennan umhverfisvænsta kost sem völ er á í dag,” segir Heiðar Róbert Birnuson, rekstrarstjóri Nettó. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Verslunin er einstaklega rúmgóð og rík áhersla lögð á ferskvöruna með glæsilegu ávaxta- og grænmetistorgi. „Nettó hefur um árabil verið leiðandi í heilsusamlegum - og lífrænum vörum og sjást áherslurnar skýrt í þessari nýjustu verslun fyrirtækisins. Mikill metnaður hefur verið lagður í heilsudeildina við Selhellu, sem nú er ein glæsilegasta heilsudeild landsins og er stendur öðrum sannarlega framar í fjölbreyttu vöruúrvali,” segir Heiðar Róbert. 

Samkaup reka yfir sextíu verslanir sem staðsettar eru víðsvegar um landið undir vörumerkjum Nettó, Krambúðin, Kjörbúðin og Iceland. Auk þess að halda úti Samkaupa-appinu, sem er eitt stærsta vildarkerfi á landinu.