Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Gott að vera kominn aftur á Fitjarnar
Kjartan og Ólafur O. Einarsson, sölumaður í nýja húsnæðinu. VF-myndir/hilmarbragi.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 23. nóvember 2019 kl. 08:38

Gott að vera kominn aftur á Fitjarnar

– segir Kjartan Steinarsson sem hefur flutt bílasöluna að Njarðarbraut á Fitjum í Njarðvík

„Það er gott að vera kominn aftur á Fitjarnar. Hér er gott að vera með bílasölu. Ég þekki það frá fyrri tíma,“ segir Kjartan Steinarsson, eigandi bílasölunnar K. Steinarsson. Hann hefur flutt starfsemina að Njarðvíkurbraut 15 á Fitjum í Njarðvík, í húsnæði sem bílasalan Bernhard var síðast í.

Kjartan og Guðbjörg, kona hans, hafa starfrækt bílasölu á þriðja áratug. Kjartan var umboðsmaður Heklu á sínum tíma en það breyttist í hruninu og hann flutti sig um set og tók við bílaumboðum frá Öskju og Suzuki. Reksturinn hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum, Kjartan er bjartsýnn á framhaldið og afar ánægður með að vera kominn í miklu stærra húsnæði og betri aðstöðu á Fitjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kia er orðin ein vinsælasta bílategundin á Suðurnesjum og segir Kjartan að það sé ýmislegt sem spili inn í þær vinsældir. Sjö ára ábyrgð eigi þar sinn þátt en svo hafa bílarnir líka reynst mjög vel og eru á góðu verði. K. Steinarsson er líka með umboð fyrir Mercedes Benz og Suzuki. Þá munu Honda-bílar bætast í hópinn á næstu dögum en í nýja húsnæði K. Steinarsson voru einmitt Hondur seldar síðustu tvo áratugina.

En hvað segir Kjartan um bílasöluna í ár?

„Árið hefur verið aðeins rólegra en ég er samt mjög sáttur með gang mála og bjartsýnn á næsta ár. Ég hef góða tilfinningu fyrir framtíð Suðurnesja, hér eru miklir möguleikar og það er full ástæða til að vera bjartsýnn.“

Kjartan segir að fleiri bílar séu að koma rafdrifnir, ýmist „plug-in hybrid“ eða „hybrid“. „Rafmagnið er að koma meira og meira inn. Þetta er að gerast hægt og bítandi,“ sagði Kjartan.

Magnús Sverrir Þorsteinsson, eigandi Blue Car bílaleigunnar og stór viðskiptavinur K. Steinarsson kom færandi hendi með blómvönd til Kjartans í tilefni af flutningnum.

Séð inn í nýja sýningarsal K.Steinarsson á Fitjum í Njarðvík.