Góð viðbrögð við Café FLUG á Flug-Hóteli
Miklar breytingar standa nú yfir á Icelandair-Flug Hóteli í Keflavík. Verið er að taka hótelið í gegn, Bergþóra Sigurjónsdóttir hefur tekið við sem hótelstjóri og Sigríður Jóhannesdóttir hefur verið ráðin matreiðslumaður Flug-Hótels auk þess sem opnunartíma kaffihússins og Hótelbarsins hefur verið breytt. Sigríður hefur starfað á Glóðinni undanfarin ár og Bergþóra verið gestamóttökustjóri á Flug-Hóteli undanfarin sjö ár. Það má því segja að þarna séu reynslu- og dugmiklar konur á ferð sem eru með ýmsar nýjungar á prjónunum.Stefnir í metárBergþóra segir að mikil aukning á bókunum hafi verið frá miðjum febrúar og miðað við bókanir fyrir sumarið, þá stefni árið 2000 í metár. „Við erum að taka 2. hæð hússins alveg í gegn, leggja parket og fleira. Verið er að breyta hótelherbergjunum í standard-, superior- og deluxe-herbergi. Þetta verður stórglæsilegt þegar framkvæmdum er lokið“, segir Bergþóra.Salatbar í hádeginuSigríður leggur sérstaka áherslu á nýja opnunartíma kaffihússins og barsins. „Fólk virðist halda að þessir staðir séu aðeins opnir fyrir hótelgesti, en það er alger misskilningur. Kaffihúsið er opið frá kl.10 til 18 alla daga og þar bjóðum við uppá girnilegan salatbar á virkum dögum milli kl. 12-14. Með salatbarnum er heimalöguð súpa, heimabakað brauð og heitur réttur á aðeins 690 krónur. Einnig verðum við með fylltar pönnukökur, en þær er bæði hægt að fá með sætum og ósætum fyllingum, svo ekki sé minnst á gott úrval af tertum með kaffinu“, segir Sigríður.Hugguleg stemmningá barnumHótelbarinn er opinn frá kl.18 til 23:30 alla daga. Þar er hægt að fá spennandi drykki og gott úrval af kaffidrykkjum og léttar veitingar, eins og ostaflögur með salsasósu og guacamole. „Þetta er tilvalinn staður fyrir fólk sem vill forðast allan skarkala og eiga notalega kvöldstund saman“, segir Sigríður og bætir við að ýmis konar tilboð verði á barnum á næstunni.