Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Þriðjudagur 3. júlí 2001 kl. 09:37

Góð framlegð en gengistap hjá Þorbirni Fiskanesi hf.

Þorbjörn Fiskanes hf. sendi fyrir helgi tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands vega afkomu fyrstu fjögurra mánuða ársins. Framlegð fyrirtækisins var 407 milljónir eða um 28 % af tekjum. Á tímabilinu varð 111 milljón króna tap og valda gengisfelling krónunnar og sjómannaverkfall mestu þar um. Á stjórnarfundi í Þorbirni Fiskanesi hf í síðustu viku var fjallað um uppgjör fyrir annars vegar fyrstu 3 mánuði ársins 2001 og hins vegar fyrstu 4 mánuði ársins 2001. Eru þau eins og hér segir: Rekstrartekjur fyrirtækisins voru 1407 milljónir króna eftir þrjá mánuði og 1447 milljónir eftir fjögurra mánaða uppgjör. Rekstrargjöld á þessu tímabili voru annars vegar 953 milljónir króna og hins vegar 1040 milljónir króna. Hagnaður fyrir afskriftir var 454 og 407 milljónir króna. Hagnaður eftir fyrstu þrjá mánuði ársins var 89 milljónir króna en aðeins mánuði síðar sýndi fjögurra mánaða uppgjör 111 milljón króna tap.

Í tilkynningu til Verðbréfaþings segir að munur á afkomu milli þessara tveggja uppgjöra sé vegna verkfalls sjómanna sem stóð yfir á þeim tíma sem afkoma fyrirtækisins er hvað best yfir árið og vegna gengisfalls íslensku krónunnar.
Frá því að verkfalli sjómanna lauk hafa veiðar og vinnsla gengið vel og eru horfur í rekstri, fyrir fjármagnskostnað, fyrir síðari hluta ársins góðar. Gjaldfærsla vegna gengistaps af erlendum lánum mun vega þungt í afkomu þann 30.júní n.k., en til engri tíma litið hefur gengisfall íslensku krónunnar jákvæð áhrif á rekstur Þorbjarnar Fiskaness hf. Skerðing aflamarks í þorski á næsta aflamarksári er að hluta vegin upp með aukningu aflamarks í öðrum tegundum og kemur skerðing þessi til með að vega um 1% í tekjum þessa árs.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024