Góð byrjun hjá Katrínu ehf
Guðni Guðnason og Katrín Úrsúla Harðardóttir opnuðu verslunina Katrínu ehf, fyrir nokkrum vikum og segir Guðni að verslunin hafi gengið sæmilega hingað til og ekki sé yfir neinu að kvarta. Verslunin er hefðbundin verkfæra- og vinnufataverslun og er verðið á vörunum í ódýrara lagi. Í sumar verður verslunin með vatnabáta og heita potta frá Plastverki í Sangerði. „Vöruúrvalið er alltaf að aukast eftir því sem okkur vex fiskur um hrygg", segir Guðni og horfir bjartsýnn til framtíðar.