Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Glitnir gaf Listasafni Reykjanesbæjar meistara-málverk
Laugardagur 15. desember 2007 kl. 17:44

Glitnir gaf Listasafni Reykjanesbæjar meistara-málverk

Glitnir fagnaði formlegri opnun útibús í Reykjanesbæ á nýjum stað að Hafnargötu 91 á fimmtudag. Við það tækifæri afhenti bankinn Listasafni Reykjanesbæjar glæsilegt málverk eftir Gunnlaug Blöndal, „Saltfiskstúlkur“ en myndin hefur verið í Glitni og forverum hans í marga áratugi og var upphaflega í útibúi Útvegsbankans í Keflavík.


Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og Valgerður Guðmundsdóttir, menningarfulltrúi bæjarins tóku á móti gjöfinni og sögðu þau bæði að hún væri ómetanleg. Verkið mun fá heiðurssess á Listasafni Reykjanesbæjar en Glitnir hefur verið aðal styrktaraðili þess.


Sighvatur Gunnarsson er nýr útibússtjóri Glitnis en bæði hann og Una Steinsdóttir, fráfarandi útibússtjóri, ávörpuðu gesti sem og fulltrúar Glitnis úr Reykjavík. Margir viðskiptavinir, fyrrverandi og núverandi starfsmenn mættu til hófsins. Meðal skemmtikrafta voru Védís Hervör Árnadóttir en hún söng nokkur lög.

 

Sjá fleiri myndir úr hófinu í Ljósmyndasafni vf.is

 

VF-myndir/pket - Sighvatur Ingin Gunnarsson, útibússtjóri og forverar hans í embætti: f.v. Sighvatur Gunnarsson, útibússtjóri, Jón Ísleifsson, fyrrv.  útibússtjóri Útvegsbankans, Una Steinsdóttir, fyrrv. útibússtjóri Glitnis og Helgi Hólm, fyrrv. útibússtjóri Verslunarbankans.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024