Glitnir fjármagnar kvikmyndaver á Keflavíkurflugvelli
Nýstofnað hlutafélag, Atlantic Studios hf., hefur samið við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar um kaup á þrettán byggingum og nokkru landssvæði á Keflavíkurflugvelli undir rekstur kvikmyndavers. Nú er unnið að skipulagningu og hönnun svæðisins en þar er m.a. gert ráð fyrir þremur myndverum sem eru 750 til 1200 fermetrar. Byggingarnar eiga að vera tilbúnar til notkunar næsta vor.
Það eru Hallur Helgason og Kvikmyndafélag Íslands sem standa að verkefninu en Glitnir fjármagnar kvikmyndaverið.
Við hönnun kvikmyndaversins koma við sögu bæði innlendir og erlendir ráðgjafar. Auk stúdíóanna er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ýmsar stoðdeildir kvikmyndagerðarinnar, svo sem skrifstofur, smíðaverkstæði, búningageymslu, leikmunageymslu, klippiaðstöðu o.s.frv.
Þá er í bígerð smíði vatnstanks, sem ætlaður er fyrir myndatökur í vatni, bæði undir yfirborði og á því.
Markmiðið með kvikmyndaverinu sé að þjóna jafnt innlendri sem erlendri kvikmyndagerð en með tilkomu þess verður hægt að framleiða stærri hluta erlendra kvikmynda hér en áður.. Rekstur versins verði hrein viðbót við þá þjónustu, sem þegar sé í boði á Íslandi. Afleidd störf vegna kvikmyndavers eru mörg og það krefðist mikillar stuðningsþjónustu. Leiða má því að því líkur að mörg störf muni skapast á svæðinu í kjölfar stofnunar kvikmyndavers.
Á vef Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar segir að unnið er að þróun og skipulagi á því svæði sem hægt er að nýta undir umrædda starfssemi. Ljóst er að breytingar munu verða á svæði og rífa verður byggingar til þess að nýta þær aðstæður best sem fyrir hendi eru.
Það eru Hallur Helgason og Kvikmyndafélag Íslands sem standa að verkefninu en Glitnir fjármagnar kvikmyndaverið.
Við hönnun kvikmyndaversins koma við sögu bæði innlendir og erlendir ráðgjafar. Auk stúdíóanna er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ýmsar stoðdeildir kvikmyndagerðarinnar, svo sem skrifstofur, smíðaverkstæði, búningageymslu, leikmunageymslu, klippiaðstöðu o.s.frv.
Þá er í bígerð smíði vatnstanks, sem ætlaður er fyrir myndatökur í vatni, bæði undir yfirborði og á því.
Markmiðið með kvikmyndaverinu sé að þjóna jafnt innlendri sem erlendri kvikmyndagerð en með tilkomu þess verður hægt að framleiða stærri hluta erlendra kvikmynda hér en áður.. Rekstur versins verði hrein viðbót við þá þjónustu, sem þegar sé í boði á Íslandi. Afleidd störf vegna kvikmyndavers eru mörg og það krefðist mikillar stuðningsþjónustu. Leiða má því að því líkur að mörg störf muni skapast á svæðinu í kjölfar stofnunar kvikmyndavers.
Á vef Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar segir að unnið er að þróun og skipulagi á því svæði sem hægt er að nýta undir umrædda starfssemi. Ljóst er að breytingar munu verða á svæði og rífa verður byggingar til þess að nýta þær aðstæður best sem fyrir hendi eru.