Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Glæsilegt útibú Brimborgar
Laugardagur 24. janúar 2004 kl. 17:05

Glæsilegt útibú Brimborgar

Brimborg opnaði formlega í gær útibú að Njarðarbraut 3 í Reykjanesbæ og var fjöldi Suðurnesjamanna viðstaddur opnunina, en Brimborg var með sýningu á bifreiðum sínum í dag. Egill Jóhannsson framkvæmdastjóri Brimborgar er bjartsýnn á framtíð Brimborgar á Suðurnesjum og sagði að Suðurnesjamönnum yrði veitt mjög góð þjónusta.

Suðurnesjamönnum gefst nú kostur á því að nýta sér bestu kjörin í stórmarkaði bílanna við húsgaflinn. Brimborg fagnar nú mestu vinsældaraukningunni meðal bílaumboða en Brimborg jók sölu sína mest meðal fimm stærstu bílaumboða á Íslandi eða um 93,4%, á siðasta ári. Brimborg er umboðsaðili fyrir, Citroën, Daihatsu, Ford og Lincoln og Volvo ásamt því að vera umboðsaðili fyrir öflug atvinnutæki frá Volvo Truck, Volvo Penta, Volvo Bus og Volvo vinnuvélar. Brimborg er einnig stór innflutningsaðili á dekkjum frá Pirelli og Nokian.
 
Opið verður hjá Brimborg Reykjanesbæ alla virka daga frá kl. 10 til 18. Alla laugardaga frá kl. 12 til 16. Allar upplýsingar eru veittar í síma 422 7500.  Einnig er hægt að fara á vefsíðu Brimborgar: www.brimborg.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024