Gistinætur tæplega tvöfaldast
Gistinætur á hótelum á Íslandi voru 161.300 í maímánuði og fjölgaði um 16% frá maí í fyrra. Á Suðurnesjum voru 8.000 gistinætur í maí en 4.800 í maí í fyrra en það er tæplega tvöföldun. Gistinætur erlendra gesta voru um 79% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en það er fjölgun um 14% frá sama tíma í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði hins vegar um 21% milli ára í maí.
Athygli er vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Hagstofa Íslands tók saman.